Norðurland Eystra
Þarna eru margar áhugaverðustu náttúruperlurnar, stærsta hraunsvæðið og annað hinna tveggja hættulegu jarðskjálftasvæða landsins. Í gosbeltinu eru stór háhitasvæði og lághitasvæði á jöðrum þess. Atvinnulífið er allfjölbreytt, iðnaður, fiskveiðar og -verkun, landbúnaður og mikil ferðaþjónusta.
Víða er að finna staði tengda sögunum, s.s. Sturlungu og Grettis-sögu. Samgöngur innan svæðis eru misgóðar eftir árstíðum og þjóðvegur 1 liggur í gegnum það. Afþreying er fjölbreytt. Líklega hefur byggð haldizt lengur víða norðanlands, þar sem nú eru eyðibyggðir með ströndum fram, vegna reka og fleiri hlunninda.
Heiðarbær er á milli Húsavíkur og Mývatn.
Við Heiðarbæ er vel staðsett 5 stjörnu tjaldsvæði og stæði fyrir tjaldvagna og húsbíla með góðri hreinlætisaðstöðu ásamt eldunaraðstöðu.
Þjónusta í boði:
Veiðileyfi
Sundlaug
Sturta
Þvottavél
Salerni
Rafmagn