Höfði er hæðóttur hrauntangi, sem gengur út í Höfði við Myvatn að austanverðu. Hann hét upphaflega Hafurshöfði.
Héðinn Valdimarsson, verkalýðsforkólfur og forstjóri, byggði sumarbústað yzt á höfðanum. Þar gróðursetti fjölskyldan mikið af trjám og skrautjurtum. Hreppurinn fékk síðar Höfða að gjöf, en afkomendur Héðins hafa leyfi til búsetu þar.
Frá hæstu leitum höfðans er útsýni frábært yfir Mývatnssvæðið og einkum sækir fólk niður að Kálfastrandarvogi, einhverjum fegursta stað við Mývatn, til að skoða sérstakar hraunmyndanir í vatninu, Kálfastrandarstrípana eða öðru nafni Klasana. Fyrstur til að byggja bæ í Höfða var hagleikssmiðurinn Bárður Sigurðsson (1912) og enn þá stendur nokkuð af frábærlega vel hlöðnum veggjum hans.
Á sumrin þarf að greiða aðgangseyri.