Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Illugastaðir í Fnjóskadal

Illugastaðir í innanverðum Fnjóskadal í Suður-Þingeyjarsýslu eru fornt höfuðból og kirkjustaður.  þar var helguð heilögum Nikulási á katólskum tímum. Timburkirkjan, sem nú stendur, var reist 1860-1861 og u.þ.b. öld síðar fór fram veruleg viðgerð. Prédikunarstóllinn er frá 1683 og þar eru tvær altaristöflur.

Kristján Krisjánsson (1806-1882), amtmaður og síðar bæjarfógeti í Reykjavík, var frá Illugastöðum. Hann varð ekki langlífur í bæjarfógetaembættinu, aðeins tvö ár (1849-1851) vegna þess að hann fylgdi Jóni Sigurðssyni að málum á Þjóðfundinum í Reykjavík. Loks var hann munstraður upp í embætti fyrir Norður- og Austuramtið árið 1871.

Staðurinn fór í eyði og árið 1966 keypti Alþýðusamband Norðurland jörðina til byggingar orlofshúsa fyrir félagsmenn. Selárgil er í landi Illugastaða. Þar finnst surtarbrandur og plöntu- og skeljasteingervingar. Þykk setlög finnast í dalnum og merki um stóra megineldstöð frá tertíertíma.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri, ferðast og fræðast
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Fnjóská
Fnjóská er vatnsmikil bergvatnsá sem fellur í suðaustanverðan Eyjafjörð. Hún er veidd með átta stöngum á  aðallaxasvæðinu og nokkrar stangir eru að au…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )