Dreki er við Drekagil í Dyngjufjöllum, byggður 1968-69. Frá skálanum má aka til austurs í og Kverkfjöll eða til suðurs á Gæsavatnaleið. Gistirými fyrir 20 manns. Í skálanum er olíukabyssa. Gæsla yfir ferðamannatímann í samvinnu við Náttúruvernd Ríkisins. Tjaldsvæði hjá skálanum. Gönguleiðir frá Dreka að Dyngjufelli og Bræðrafelli.
GPS hnit: 65°02.520 – 16°35.720
Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 varð Drekagil í Dyngjufjöllum eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.