Yztafell er bær undir vestanverðu Kinnarfelli í Köldukinn. Sigurður Jónsson (1852-1926), bóndi og alþingismaður, bjó þar. (Landskjörinn alþingismaður 1916–1926 (Óháðir bændur, Framsóknarflokkur). Atvinnumálaráðherra 1917–1920. Varaforseti sameinaðs þings 1916–1917.
Hann var mesti forgöngumaður samvinnuhreyfingarinnar á landinu á sinni tíð og Samband íslenzkra samvinnufélaga var stofnað að Yztafelli árið 1902.( SÍS ) Steinsúla stendur við bæinn til minningar um þann atburð. Fornmannsleiði fannst nærri bænum árið 1917, þar sem bein manns og hests voru uppgötvuð. Í gröfinni fannst líka sérkennilega lagað spjót, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni.
Enginn, sem fer fram hjá Yztafelli, kemst hjá að sjá mikinn fjölda farartækja við bæinn. Þarna er að finna flestar tegundir farartækja frá 20. öldinni, s.s. skriðdreki, snjóbíll, dráttarvélar, vörubílar og ýmsir glæsivagnar. Þarna var opnað samgönguminjasafn árið 2001 o g hluti þess er í 600 m² sýningarsal, þar sem er líka hægt að skoða margs konar vélar og vélahluta og stöðugt bætist í myndasafnið. Sumarið 2008 bættist forsetabíll Vigdísar Finnbogadóttur í safnið. Símar: