Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Yztafell

Yztafell er bær undir vestanverðu Kinnarfelli í Köldukinn. Sigurður Jónsson (1852-1926), bóndi og  alþingismaður, bjó þar. (Landskjörinn alþingismaður 1916–1926 (Óháðir bændur, Framsóknarflokkur). Atvinnumálaráðherra 1917–1920. Varaforseti sameinaðs þings 1916–1917.

Hann var mesti forgöngumaður samvinnuhreyfingarinnar á landinu á sinni tíð og Samband íslenzkra samvinnufélaga var stofnað að Yztafelli árið 1902.( SÍS ) Steinsúla stendur við bæinn til minningar um þann atburð. Fornmannsleiði fannst nærri bænum árið 1917, þar sem bein manns og hests voru uppgötvuð. Í gröfinni fannst líka sérkennilega lagað spjót, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni.

Enginn, sem fer fram hjá Yztafelli, kemst hjá að sjá mikinn fjölda farartækja við bæinn. Þarna er að finna flestar tegundir farartækja frá 20. öldinni, s.s. skriðdreki, snjóbíll, dráttarvélar, vörubílar og ýmsir glæsivagnar. Þarna var opnað samgönguminjasafn árið 2001 o g hluti þess er í 600 m² sýningarsal, þar sem er líka hægt að skoða margs konar vélar og vélahluta og stöðugt bætist í myndasafnið. Sumarið 2008 bættist forsetabíll Vigdísar Finnbogadóttur í safnið. Símar:

Myndasafn

Í grennd

Flatey á Skjálfandaflóa
Flatey liggur u.þ.b. 2½ km undan Flateyjardal. Hún er u.þ.b. 2½ km löng, 1 km breið og 2,62 km2. Hæst rís hún 22 m úr sjó en talið er, að hún hafi ris…
Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Kaldakinn
Kaldakinn er byggðin milli Ljósavatnsskarðs og Skjálfandaflóa í austanverðum Bárðardal og Aðaldal   undir hlíðarbröttum og háum Kinnarfjöllum. Þau eru…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )