Deildarvatn er í Presthólahreppi á Melrakkasléttu austanverðri. Það er 1,3 km², fremur grunnt og í 38 m hæð yfir sjó. Í það renna Fremri-Deildará, Ölduá og fleiri lækir. Deildará, einhver besta lasveiðiá N.-Þingeyjarsýslu, rennur úr því til sjávar. Frá þjóðvegi til Deildarvatns eru 4,5 km og akfært er að því frá tveimur stöðum, um flugvöllinn skammt austan vatnsins og frá bænum Hóli.
Mýrar og mólendi skiptast á í umhverfi vatnsins. Þar er mikill silungur , 1-2 punda bleikja og urriði. Lax gengur um vatnið til Fremri-Deildarár. Netaveiði er ekki stunduð í vatninu vegna laxins og væri full nauðsyn að grisja það.