Árið 1999 var nýtt fjós byggt og eru nú um 40 kýr og nautgripir í fjósinu. Kaffihúsið Vogafjós var svo byggt innan við fjósið en þá fengust þar ljúffengar heimagerðar veitingar. Í dag rekum við glæsilegt veitingahús þar sem hægt er að fá góðan mat með úrvarlshráefni frá Norðurlandi. Hægt að sjá kýrnar mjólkaðar og jafnvel bragða á glænýrri mjólk beint úr spenanum.
Mjólkað er tvisvar á dag, klukkan 7.30 á morgnana og 17.30 á kvöldin.
Fjárhúsin hafa að geyma um 120 kindur. Sauðburður er í maí og ykkur er velkomið að koma og sjá lömbin ef þið eruð á ferðinni á þeim tíma.
Árið 2005 voru reist gistihús til viðbótar við fjósið .Gistihúsin eru bjálkahús austan við fjósið á fallegum reit umkringdu hrauni og birkiskógi. Herbergin eru rúmgóð og hægt er að velja milli 2ja, 3ja og 4ja manna, allt með sérbaðherbergjum. Morgunverður er innifalinn. Herbergin eru fallega innréttuð og höfuðmarkmiðið er að gestum líði vel og geti slappað af eftir langan dag.
Inni í Vogafjósi rekum við glæsilegan veitingastað þar sem við leggjum áherslu á að bjóða veitingar beint frá býli.
Einkunnarorð Vogafjóss eru: ,,Þú ert það sem þú borðar“. Með það að leiðarljósi leggjum við metnað okkar í að hafa einungis á boðstólum úrvals hráefni. Við notum mikið af okkar eigin afurðum svo sem hangikjöt, reyktan silung, heimagerða osta, heimabakað bakkelsi, hverabrauð og að sjálfsögðu kjöt frá okkar eigin búi.
Þá er vert að geta þess að Vogafjós er aðili að Beint frá býli og matarklasanum Þingeyska matarbúrið.