Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Viðeyjarkirkja Viðeyjarklaustur

Viðey

Viðeyjarkirkja er í dómkirkjuprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Fornleifauppgröftur hefur     leitt í ljós, að eyjan var í byggð á 10. öld. Á 12. öld mun hafa verið byggð kirkja og árið 1225 var stofnað Ágústínaklaustur. Helztu hvatamenn klausturstofnunar voru höfðingjarnir Þorvaldur Gissurarson og Snorri Sturluson. (Sjá:Hruni)

Kirkjugarðurinn er vestan og norðan við kirkjuna. Þar hvíla margir þjóðkunnir menn, s.s. Ólafur Stephensen, stiftamtmaður, sonur hans, Magnús Stephensen, konferensráð, Gunnar Gunnarsson, skáld, Franciska Gunnarson, kona hans og Gunnar Gunnarsson, listmálari, sonur þeirra.

Klaustrið stóð til 1539, þegar fulltrúar konungs frá Bessastöðum rændu það og lýstu eigur þess konungseign. Jón Arason, Hólabiskup, síðasti katólski biskup landsins, fór í herför suður og lagði m.a. Viðey undir sig, endurreisti klaustrið og lét byggja virki í kringum það.

Að honum látnum sama ár varð siðbótinni komið á um allt land og klausturlíf var endanlega lagt niður. Viðey varð að annexíu frá Bessastöðum og síðar aðsetur Skúla Magnússonar, landfógeta, sem lét byggja Viðeyjarstofu. Hún er fyrsta steinhús landsins og var fullbyggð árið 1755. Kirkjan var vígð árið 1774 og er hin næstelzta landsins, sem enn stendur.

Um miðja 18. öld fóru dönsk stjórnvöld að beita sér fyrir eflingu iðnaðar hér á landi. Konungur styrkti hlutafélagið Innréttingar sem Skúli Magnússon, sem var skipaður landfógeti 1749, stofnaði með öðrum 1751. Aðalaðsetur Innréttinganna var valinn staður í Reykjavík og lagði grunn að þéttbýlismyndun þar.

Þjóðminjasafnið lét gera byggingarnar upp á árunum 1967-79 og 1987 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts, og árið 1986-88 var bætt við byggingu neðanjarðar. Í nýja hlutanum eru rými tengd núverandi nýtingu hússins til fundar- og ráðstefnuhalds.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…
Klaustur á Íslandi
Heimildir um einsetulifnað á Íslandi fyrir kristnitökuna árið 1000 og áður en klaustur voru stofnuð, eru til. Meðal þeirra er frásögn af Ásólfi Konáls…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )