Vesturdalur í Skagafirði er í miðju þriggja dala suður úr Skagafirði. Hann er búsældarlegur nyrzt með góðu undirlendi og hálsum og sunnar er hann hlíðagróinn og þar er ágætt beitiland. Hofsá rennur um dalinn framanverðan og sameinast Vestari-Jökulsá undan Goðdölum.
Nokkrir bæir eru enn þá í dalnum, en fyrrum náði byggðin mun sunnar, þar sem sjást enn þá merki um bæi. Daníel Bruun kannaði dalinn 1897 og fann rústir ellefu bæja. Hann taldi sögusagnir um eyðingu byggðarinnar vegna svartadauða rangar og hún hafi lagzt af smám saman, þegar landkostir rýrnuðu. Mestar jarðanna eru kirkjustaðurinn Goðdalir, Hof og Bjarnastaðahlíð. Vegur liggur fram dalinn, upp Þorljótsstaðafjall og yfir brú á Austari-Jökulsá að Laugafelli og þaðan suðaustur á Sprengisandsleið.
Hraunþúfuklaustur Vegur liggur fram dalinn, upp Þorljótsstaðafjall og yfir brú á Austari-Jökulsá að Laugafelli og þaðan suðaustur á Sprengisandsleið.