Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vestmannsvatn

vestmannsvatn

Vestmannsvatn er rétt sunnan Grenjaðarstaðar í mynni Reykjadals í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km²,  dýpst 10 m og hæð yfir sjó er 26 m. Reykjadalsá rennur í það sunnanvert, en úr því Eyvindarlækur til Laxár. Því er skipt í tvö veiðisvæði: a) Silungssvæðið nær frá vík vestan Djúphöfða, sem er merkt sunnan vatns, vestur og norður fyrir vatnið að ósi Eyvindarlæks. Þar er fjöldi veiðileyfa ekki takmarkaður, b) Djúphöfða- og Gráblesasvæðið nær frá Djúphöfða austur að Reykjadalsá. Þarna er líka nokkur von um að krækja í lax. Tvær stengur eru leyfðar á dag og veiðimenn skipta um svæði um miðjan dag.

Veiðin er bleikja og urriði af þokkalegri stærð og lax veiðist stundum. Veiðivon er meiri á svæði b. Það er hægt að aka að vatninu sunnanverðu en það er u.þ.b. 500 m gangur að því norðanverðu. Skammt er í bændagistingar og að sumarhótelinu að Laugum í Reykjadal.

Vegalengdin frá Reykjavík er 450 km og 28 km frá Húsavík.

Veiðikortið:
Staðsetning: Hnit: 65° 47,570’N, 17° 25,472’W
Vestmannsvatn er á mörkum Reykjadals og Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu.

Upplýsingar um vatnið:
Vatnið er um 2.4 km2 að flatarmáli og um þriggja metra djúpt að meðaltali. Mesta dýpi er um 10 m.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi.
Fjarlægð er um 455 km frá Reykjavík og er staðsett um 26 km suður af Húsavík. Vatnið liggur við þjóðveg nr. 845.

Veiðisvæðið:
Veiði er heimil í öllu vatninu. Bannað er að veiða 100 m frá ósnum þar sem Reykjadalsá rennur í vatnið sem og þar sem rennur úr vatninu í Eyvindarlæk.

Gisting:
Mikil ferðaþjónusta er í nágrenninu þar sem hægt er að kaupa tjaldstæði eða aðra gistingu. Tjaldstæði og veitingar má m.a. finna hjá Dalakofanum, www.dalakofinn.is

Veiði:
Í vatninu er aðallega bleikja og urriði, auk einstakra laxa sem veiðast jafnan á hverju sumri. Mikið er af fiski í vatninu og veiðimöguleikar mjög góðir fyrir alla fjölskylduna.

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Tímabil:
Veiðitímabil hefst 15. maí og því lýkur 30. september.

Agn:
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.

Besti veiðitíminn:
Yfirleitt gefur best árla eða seinnipart dags. Jöfn og góð veiði er þó yfir daginn.

Annað:
Á bakka vatnsins er Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn, þar rekur þjóðkirkjan sumar­búðir fyrir börn.

Reglur:
Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig hjá Dalakofanum (Laugum) og sýna þar nauðsynleg skilríki. Það er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Vatnið og umhverfi þess er friðland og er lausaganga hunda bönnuð á svæðinu.

Tengiliður á staðnum:
Veitingastaðurinn Dalakofinn S: 464-3344.

 

Myndasafn

Í grennd

Grenjaðarstaður
Á sínum tíma var Grenjaðarstaður (Aðaldal) höfuðból sveitarinnar. Flatarmál bæjarhúsanna er 775 m².   Elzta hluta þeirra, innganginn og norðurhúsið, l…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )