Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vestmannsvatn

Veiði á Íslandi

Vestmannsvatn er rétt sunnan Grenjaðarstaðar í mynni Reykjadals í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 2,4 km², dýpst 10 m og hæð yfir sjó er 26 m. Reykjadalsá rennur í það sunnanvert, en úr því Eyvindarlækur til Laxár. Því er skipt í tvö veiðisvæði: a) Silungssvæðið nær frá vík vestan Djúphöfða, sem er merkt sunnan vatns, vestur og norður fyrir vatnið að ósi Eyvindarlæks. Þar er fjöldi veiðileyfa ekki takmarkaður, b) Djúphöfða- og Gráblesasvæðið nær frá Djúphöfða austur að Reykjadalsá. Þarna er líka nokkur von um að krækja í lax. Tvær stengur eru leyfðar á dag og veiðimenn skipta um svæði um miðjan dag.

Veiðin er bleikja og urriði af þokkalegri stærð og lax veiðist stundum. Veiðivon er meiri á svæði b. Það er hægt að aka að vatninu sunnanverðu en það er u.þ.b. 500 m gangur að því norðanverðu. Skammt er í bændagistingar og að sumarhótelinu að Laugum í Reykjadal.

Vegalengdin frá Reykjavík er 450 km og 28 km frá Húsavík.

 

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )