Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnsdalur

Vatnsdalur

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur.

Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta innfædda Húnvetningnum. Austurfjöll dalsins bera áberandi merki um skriðuföll, enda hafa þau, ásamt snjóflóðum, verið mannskæð um aldabil. Yzt í dalnum er hólaþyrpingin Vatnsdalshólar, sem hafa líklega myndast í berghlaupi í lok ísaldar.

Skriðan stíflaði Vatnsdalsá og stöðuvatn myndaðist. Flóðið er sagt hafa myndazt, þegar hljóp fram áruð 1720. Hólarnir ná yfir rösklega fjögurra ferkílómetra svæði og eru taldir meðal þriggja náttúrufyrirbæra, sem talin eru óteljandi hérlendis.

Hin eru vötnin Arnarvatnsheiði og eyjarnar í Breiðafirði. Vatnsdalsá er vinsæl meðal veiðimanna, sem dveljast gjarnan í veiðihúsinu Flóðvangi, vestast í hólunum.

Nyrzt í hólunum, rétt norðan þjóðvegar, eru Þrístapar, þar sem síðasta aftaka á Íslandi fór fram árið 1830. Þá voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir hálshöggvin eftir að hafa verið fundin sek um dauða tveggja manna í húsbruna. Höggstokkurinn er varðveittur í Þjóðminjasafninu og á aftökustaðnum er minningarsteinn.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…
Hof í Vatnsdal
Hof er í austanverðum Vatnsdal. Samkvæmt Landnámu settist Ingimundur gamli Þorsteinsson þar að   og  nam allan dalinn upp frá Helgavatni og Urðavatni …
Illdeilur og morð á miðöldum Norðurland
Illdeilur, aftökur og morð á Norðurlandi Arnarstapi Bjarg í Miðfirði Flugumýri Geldingaholt – Geldingaholtsbarda…
Illugastaðir á Vatnsnesi
Hlunnindajörðin Illugastaðir á vestanverðu Vatnsnesi í V.-Húnavatnssýslu á sér þekkta sögu. Natan   Ketilsson (1795-1828) bjó þar síðustu æviár sín. Þ…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Vatnsdalsá
Ein af betri laxveiðiám landsins, allvatnsmikil, kemur upp í Vatnsdalsárdrögum norður af Kjalvegi og   síðan safnast alls konar ár og lækir, sú stærst…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )