Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vatnsdalsá

Ein af betri laxveiðiám landsins, allvatnsmikil, kemur upp í Vatnsdalsárdrögum norður af Kjalvegi og   síðan safnast alls konar ár og lækir, sú stærsta Álftaskálará, eða Álka, eins og hún er jafnan kölluð. Alls er veitt á sex stangir á aðalsvæði Vatnsdalsár, sem nær að svokölluðum Stekkjarfossi. Frá honum og að Dalsfossi hefur verið leyfð ein stöng og á silungasvæðinu, sem er tvískipt, annars vegar frá Flóðinu og eina tvo kílómetra fram dalinn og hins vegar frá Brúarhyl og niðurúr, er veitt á einar 18 stangir. Vatnsdalsá er ein af mestu stórlaxaám landsins og oft á hún hinn stærsta eftir sumarið. Veiðin hefur hlaupið á bilinu 600 til 1200 síðustu árin og auk þess veiðist alltaf talsvert af sjóbleikju og slangur af urriða með á laxasvæðinu.

Mikil bleikjuveiði er á silungasvæðinu og þar veiðast alltaf nokkrir tugir laxa að auki. Sérhús er fyrir laxveiðimenn, að Flóðvangi í Vatnsdalshólum. Þar er þjónusta, en menn hugsa um sig sjálfa í veiðihúsinu, sem silungsveiðimenn nota og stendur í hlíðinni fyrir austan Flóðið.Nú er aðeins veitt á flugu á laxasvæði Vatnsdalsár og er áin þar með ein af fjórum laxveiðiám, þar sem flugan ein er leyfð. Þá er komið það umdeilda fyrirkomulag „veiða-sleppa” (catch and release policy) í Vatnsdalnum og segja leigutakar það til reynslu. Það hefur m.a. í för með sér að talsvert af laxi veiðist oftar en einu sinni og veiðitölur hækka.
Vatnsdalsá er 16. lengsta á landsins 74 km.

Myndasafn

Í grennd

Lengstu ár í km.
1. Þjórsá  2302. Jökulsá á Fjöllum  2063. Ölfusá/Hvíta  1854. Skjálfandafljót  1785. Jökulsá á Dal/Brú  1506. Lagarfljót …
Vatnsdalur
Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta innfædda Húnve…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )