Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Varmaland

Varmaland er var heimavistarskóli, nú heimanakstursskóli fyrir 10 bekki grunnskóla í Stafholtstungum.  Hann er við Stafholtsveggja- eða Veggjahver á miklu lághitasvæði. Skömmu fyrir aldamótin 1900 var þar húsmannsbýlið Laugaland og þá var hlaðin sundlaug, þar sem sund var kennt árum saman. Húsmæðraskóli Borgfirðinga á VArmalandi var reistur á fimmta tugi 20. aldar. Þar lét Samband borgfirzka kvenna til sín taka eftir stofnun þess 1946. Sýslurnar og ríkið ráku skólann til 1978 í sameiningu en síðan ríkið eitt. Húsmæðraskólinn á Varmalandi var nafnið eftir það. Stundum var húsnæðið notað sem veitinga- og gistihús og einnig sem hressingar- og hvíldarhæli. Heimavistarbarnaskóli starfaði frá 1954, en ú er þar 10 bekkja grunnskóli. Þarna er sundlaug og héraðsheimilið Þinghamar var byggt á staðnum á níunda áratugi 20. aldar. Íþróttahús var einnig reist á kostnað nærliggjandi hreppa.

Garðyrkjubýlið á staðnum nýtur Stafholtsveggjahvers fyrir mikla gróðurhúsarækt og litla verzlun. Á sjöunda áratugi 20. aldar var fyrsta svepparækt á landinu hafin á Laugalandi.

Myndasafn

Í grend

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið ...
Borgarnes
Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé ...
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )