Varmaland er heimavistarskóli, var heimanakstursskóli fyrir 10 bekki grunnskóla í Stafholtstungum. Hann er við Stafholtsveggja- eða Veggjahver á miklu lághitasvæði. Skömmu fyrir aldamótin 1900 var þar húsmannsbýlið Laugaland og þá var hlaðin sundlaug, þar sem sund var kennt árum saman. Húsmæðraskóli Borgfirðinga á VArmalandi var reistur á fimmta tugi 20. aldar. Þar lét Samband borgfirzka kvenna til sín taka eftir stofnun þess 1946. Sýslurnar og ríkið ráku skólann til 1978 í sameiningu en síðan ríkið eitt. Húsmæðraskólinn á Varmalandi var nafnið eftir það. Stundum var húsnæðið notað sem veitinga- og gistihús og einnig sem hressingar- og hvíldarhæli. Heimavistarbarnaskóli starfaði frá 1954, en ú er þar 10 bekkja grunnskóli. Þarna er sundlaug og héraðsheimilið Þinghamar var byggt á staðnum á níunda áratugi 20. aldar. Íþróttahús var einnig reist á kostnað nærliggjandi hreppa.
Garðyrkjubýlið á staðnum nýtur Stafholtsveggjahvers fyrir mikla gróðurhúsarækt og litla verzlun. Garðyrkjustöðin er í nágrenni við tvo sögufræga hveri, Skriflu og Dynk. Heitt vatn frá hverunum hefur verið nýtt á staðnum öldum saman en við fornleifauppgröft hafa fundist veitustokkar út frá Skriflu sem grafnir voru á miðöldum. Á sjöunda áratugi 20. aldar var fyrsta svepparækt á landinu hafin á Laugalandi.