Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Valgeirstaðir við Norðurfjörð

Valgeirsstaðir við Norðurfjörð á Ströndum er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Það er við botn fjarðarins, rétt ofan við fallega sandfjöru. Húsið er hitað með rafmagni. Það er tvær hæðir. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi, sem rúma allt að fjóra gesti. Á neðri hæð eru fjögur herbergi, sem rúma allt að 6 gesti. Þarna er einnig velbúið eldhús og borðstofa. Í eldhúsinu er heitt og kalt vatn, rafmagnseldavél með ofni, örbylgjuofn og allur borðbúnaður. Í húsinu er sturta og tvö salerni. Verzlun er í 10 mínútna göngufæri frá húsinu og sundlaug er við Krossnes. Skemmtilegar gönguferðir um stórbrotið umhverfið liggja á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Lengri gönguleið liggur til Ingólfsfjarðar í kringum Strút. Þarna er einnig gaman að fara í fjörugöngur og skoða Tröllahlaða og Bergið auk Gvendarsætis, þar sem Guðmundur biskup góði sat, þegar hann vígði Urðirnar í Norðurfirði.

Mikið tjón varð á húsi Ferða­fé­lags Ís­lands að Val­geirs­stöðum, fokið þak af við­byggingu við húsið og báru­járns­klæðning losnað af stórum hluta aðal­byggingarinnar 2019 allt er nú komið í fyrra horf.

Tjaldsvæðið við Valgeirsstaði á grónu túni við skála FÍ á Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Salernisaðstaða er í uppgerðu fjárhúsi við tjaldstæðið. Stórt kolagrill er á staðnum.
Rafmagn fyrir húsbíla, salernislosun fyrir húsbíla.

Sími frá 1. júlí til 31. ágúst: 451-4017.
GPS staðsetning: 66°03.080 21°33.970.
Heimild: Vefur FÍ.

Book Online

Mountain Hut Nordurfjordur Valgeirstadir 
20. June – 31. August.
Adult / Sleeping bag :Ikr.  10,000.00
Children 7-15 years : Ikr. (50.0%)

Camping Nordurfjordur Valgeirstadir 
Price Per person.
Ikr. 2600.-

Myndasafn

Í grennd

Norðurfjörður
Norðurfjörður Ferðavísir Hornbjarg hut  <Ingolfsfjördur 9 km– Norðurfjörður-> Gjögur 16 km Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með sam…
Rekaviður
Viðarreki hefur ætíð verið mikill við landið en þó mismunandi milli ára. Í þessu ella viðarsnauða landi var rekaviðurinn veigamikið búsílag og bjargað…
Sögustaðir Ströndum
Sögustaðir eru fjölmargir á Ströndum, en hér má sjá nokkra þeirra. Árneskirkja Bjarnarfjörður nyrðri Bjarnarfjörður syðri Djúpa…
Strandir, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )