Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Vaglaskógur

Vaglaskógur, réttu nafni „Háls- og Vaglaskógur” (vagl = raftur eða dvergur milli tveggja mænisása eða  efst í sperrukverk), er 300 ha (annar stærstur á landinu) og með stórvöxnustu skógum landsins. Þar ná birkitré yfir 12 m hæð og þar er miðstöð Skógræktar ríkisins fyrir Norðurland eystra. Ríkissjóður keypti Vagla árið 1905 til þess að friða skóginn í landi jarðarinnar og þar hefur setið skógarvörður frá 1908.

Þar er uppeldisstöð fyrir trjáplöntur og margar erlendar trjátegundir hafa verið reyndar, en standa þó fæstar íslenzka birkinu á sporði. Skógarhögg er stundað í skóginum. Þar er höggvið birki og unnið í girðingarstaura, eldivið til reykinga og arinbrennslu og lítils háttar til húsgagnasmíða. Vaglir voru í bændaeign þar til ríkissjóður keypti þær.

Þorvaldur Thoroddsen tiltekur í ferðabók sinni, að bóndinn hafi gert allt til að eyða skógi til að bæta og stækka beitiland, þannig að skógurinn var mjög illa farinn og gjöreyddur á stórum svæðum um síðustu aldamót. Ljóst er því, að stórkostleg umskipti hafa orðið á síðustu áratugum. Í túnfætinum á Vöglum eru leifar mikils rauðablásturs. Slíkar leifar er einnig að finna í hinum gamla Hálsaskógi, upp af Kúalág og Góðulág. Um skóglendi Vaglaskógar rennur Fnjóská, sem þykir ein fallegasta veiðiá landsins.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Fnjóská
Fnjóská er vatnsmikil bergvatnsá sem fellur í suðaustanverðan Eyjafjörð. Hún er veidd með átta stöngum á  aðallaxasvæðinu og nokkrar stangir eru að au…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )