Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Úlfarsfell

Úlfarsfell

Á Úlfarsfell í Mosfellsbæ er ein vinsælasta fjallgangan á Höfuðborgarsvæðinu. Mögulegt er að hefja gönguna frá nokkrum upphafstöðum. Vinsælast er að hefja gönguna frá frá suðri en þá er lagt rétt við Leirtjörn og gömlum slóða fylgt upp fjallið svo til beint til norðurs. Er sú leið um 2,5 kílómetrar fram og tilbaka. Þá er vinsælt að fara frá skógræktarsvæðinu í vesturhlíðum Úlfarsfells þar sem góð bílastæði eru. Þaðan er gengið til norðurs meðfram Hamrahlíð og svo beygt inn dalinn til austurs meðfram veginum, að mestu eftir hitaveitustokkum. Þegar komið er að bílastæði við Skarhólamýri er tekin 90° beygja upp á fellið eftir greinilegum göngustíg þaðan sem haldið er á Stórahnjúk. Þaðan er svo gengið svo til beint til vesturs að skógræktarsvæðinu. Einnig má ganga á Úlfarsfell beint frá skógræktinni þ.e. síðasta legg þessarar leiðar. Er sú leið um þrír kílómetrar fram og tilbaka.

Neðan Hamrahlíðar stóð eitt sinn býli með sama nafni en það fór í eyði um aldamótin 1900. Þó má enn sjá rústir þess. Það er Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem sér um svæðið neðan Hamrahlíðar en skógrækt hófst á svæðinu fyrri hluta 20. aldar þegar Ungmennafélagið Afturelding hóf þar skógrækt. Í skógræktinni má finna ýmsar tegundir og má þar nefna birki, sitkagreni og rauðgreni.

Nafn fellsins, Úlfarsfell kemur fyrst fram í fornu skjali, Hítardalsbók frá 1367 og svo í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín. Líklegast má telja að nafnið sé komið frá mannanafninu Úlfar. Fellið er 296 metra hátt og er afar vinsælt til gönguferða en einnig nýtir svifdrekafólk sér fellið í sína iðju.

Myndasafn

Í grennd

Gönguleiðir Höfuðborgarsvæðið
Gönguleiðir um Höfuðborgarsvæðið Gönguleiðir á Íslandi eru miklu fleiri en getið er um í þessari umfjöllun. Hérna er aðeins getið helztu leiðanna um …
Mosfellsbær
Borgarnes 71 km, Þingvellir 42 km, <Mosfellsbær> Selfoss 57 km, Keflavík 55 km, Grindavík 57 km. Nesvallaleið um Hólmsheiði að Nesjavöllum er u…
Úlfarsá
Þetta er lítil spræna innan borgarmarka Reykjavíkur. Hún er frárennsli Hafravatns og fellur hún til sjávar fyrir norðan Grafarvog. Neðarlega í henni e…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )