Torfastaðavatn í Miðfirði er 60 ha. Það er í fallegu og friðsælu heiðalandslagi. Veiðileyfin gilda í öllu vatninu og fjöldi þeirra á dag er ekki takmarkaður. Í vatninu er bleikja og urriði, þokkalegur fiskur, beggja vegna pundsins. Dálítill gangur er að vatninu, en ekki til erfiða. Ökufært er þó helst á 4×4 bílum. Mikið fuglalíf er við vatnið og þar má nefna himbrima og fl.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 215 km og 20 km frá Laugarbakka.