Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tjaldstæðið Hlíð Myvatn

myvatn

Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt náttúrufar og fuglalíf en talið er að þar megi finna varpstöðvar fleiri andategunda en á nokkrum öðrum stað á jörðinni. Vatnið sjálft og svæðið umhverfis það er þekkt fyrir einstaka náttúrufegurð og sérstakar andstæður í landslagi. Jarðmyndanir eru mjög fjölbreytilegar og víðast hiti í jörðu, enda er svæðið innan hins virka eldgosabeltis og eru eldgos tíð, hið síðasta árið 1984. Þéttbýliskjarnar eru við Reykjahlíð og Skútustaði.

Umhverfið við tjaldsvæðið er fjölbreytt, góðar flatir og hraunbalar sem gefa kost á góðu skjóli. Tjaldsvæðin eru í eins km. fjarlægð frá bakka Mývatns.

Þjónusta í boði:
Leikvöllur
Sturta
Rafmagn
Eldunaraðstaða
Eldunaraðstaða

Myndasafn

Í grennd

Golfklúbbur Mývatnssveitar
Krossdalsvöllur Mývatnssveit 660 Reykjahlíð Sími: 464- 6 holur, par 20. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði,…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )