Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur er stór hraunbunga norðuaustan af Fagradalsfjalls. Litlar minjar eldsumbrota eru í hvirfli  hennar en geysimikil hraun hafa runnið til suðurs, vesturs og þó miklu mest til norðurs. Hraunið rann kringum Keili og Keilisbörn og færði Litla Keili næstum í kaf.

Þessar hraunbreiður heita einu nafni Þráinsskjaldarhraun og ná austan frá Vatnsleysuvík vestur að Vogastapa. Þannig stendur öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd í þessu hrauni. Talið er að Þráinsskjaldarhraun hafi runnið fyrir um 9000 árum. Þráinsskjöldur er einna mikilvirkasta eldstöðin á öllum Reykjanesskaga.

 

Myndasafn

Í grend

Grindavík
Grindavík á Reykjanesi Grindavík er einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er mikil gróska í útgerð og fiskvinnslu sem veita íbúum og fjölda aðk…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…
Þorbjörn / Fagradalsfjall
Þorbjörn er fjall norðan við Grindavík. Það býður upp á frábært útsýni yfir stærstan hluta Reykjanesskaga á góðum dögunum. Við norðaustur hluta fjalls…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )