Þórutjörn er vatn í Skaftárhreppi í V.-Skaftafellssýslu. Það er 0,2 km², alldjúpt og í 162 m hæð yfir . Frárennslið liggur til Fossála. Ganga verður nokkuð á brattann 1-2 km til vatnsins frá vegi. Umhverfi vatnsins er gróið og mýrlent á köflum. Mikið magn af smáum urriða er í tjörninni. Netaveiði hefur verið lítil.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 290 km og 17 km frá Klaustri.