Þingvallavatn er stærst stöðuvatn á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi 4.dýpsta vatn landsins. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli.
Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu. Sogið, stærsta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Meðalrennsli Sogsins er u.þ.b. 108 m³ og breytist lítið milli árstíða. Á yfirborði rennur aðeins röskur tíundi hluti aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja. Lindavatnið, sem er aðaluppistaðan í vatninu er 3-4°C allt árið. .Veiðimenn, sem nota báta til veiða, verða að fara gætilega um vatnið vegna veðurs, því að vatnið getur breyst í ólgusjó á örstuttum tíma, ef vind herðir.
Veiðin í vatninu er og hefur ætíð verið gott búsílag. Veitt er í lagnet á sumrin og netaveiði undir ís er stunduð á veturna og stangaveiðin er til skemmtunar og útivistar. Í vatninu veiðast nokkrar tegundir silungs, s.s. urriði, sem getur orðið allstór (allt að 12 kg fyrrum), þingvallableikja (neðri skoltur aftar en hinn efri), var aðaluppistaða veiðinnar áður fyrr, ránbleikja (báðir skoltar jafnir; ½ pund) er nú aðallega veidd, murtan er líklega bleikjuafbrigði (haustveiðin niðursoðin) o.fl. afbrigði.
Veiðikortið í landi þjóðgarðsins.
Fishing card only costs 9.900 ISK.
Veiðitímabilið er frá 1. maí til 15. september en veiðibann er í Ólafsdrætti frá og með 1. júlí til 31. júlí vegna hrygningar kuðungableikjunnar.
Helstu veiðistaðir eru í Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáði, Nes og Nautatangi, Vatnsvik og Hallvik.
Handhöfum Veiðikortsins er heimilt að veiða fyrir landi þjóðgarðsins frá Arnarfelli að Öxarárósi gegnt Valhöll. Öll veiði í Öxará er bönnuð. Hægt er að fá kort yfir veiðisvæðið um leið og veiðimenn skrá sig í þjónustumiðstöð. Helstu veiðistaðir eru í Lambhaga, Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáða, Lambhaga Nautatanga og Hallvík. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
Veiðitímabilið hefst 1. maí og því lýkur 15. september. Veiðibann er í Ólafsdrætti frá 1. júlí til 31. ágúst vegna hrygningar bleikjunnar.
Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn. Nefna má margar góðar flugur, en mest veiðist á litlar silungapúpur eins og t.d. Peacock, Watson Fancy, svartan Killer svo einhverjar séu nefndar. Oft reynist vel að nota langan taum og draga mjög hægt sérstaklega þar sem mikið dýpi er.
Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Landverðir þjóðgarðsins á Þingvöllum sinna eftirliti og veita upplýsingar. Hægt er að hafa samband við landverði í þjónustumiðstöð þjóðgarðsins á Leirum en einnig er landvörður staðsettur við vatnið með aðstöðu í Vatnskoti og sinnir eftirliti þaðan.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 50 km.