Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þingvallavatn

Þingvallavatn

Þingvallavatn er stærst stöðuvatn á Íslandi, 83,7 km² og dýpst 114m á Sandeyjardýpi 4.dýpsta vatn landsins. Dýpsti punkturinn er u.þ.b. 13m undir sjávarmáli.

Vatnið er hið fjórða dýpsta á landinu. Sogið, stærsta lindá landsins og góð laxá, er afrennsli vatnsins. Meðalrennsli Sogsins er u.þ.b. 108 m³ og breytist lítið milli árstíða. Á yfirborði rennur aðeins röskur tíundi hluti aðrennslisins til vatnsins, þ.e. Öxará, Villingavatnsá og Ölfusvatnsá auk örsmárra lækja. Lindavatnið, sem er aðaluppistaðan í vatninu er 3-4°C allt árið. .Veiðimenn, sem nota báta til veiða, verða að fara gætilega um vatnið vegna veðurs, því að vatnið getur breyst í ólgusjó á örstuttum tíma, ef vind herðir.

Veiðin í vatninu er og hefur ætíð verið gott búsílag. Veitt er í lagnet á sumrin og netaveiði undir ís er stunduð á veturna og stangaveiðin er til skemmtunar og útivistar. Í vatninu veiðast nokkrar tegundir silungs, s.s. urriði, sem getur orðið allstór (allt að 12 kg fyrrum), þingvallableikja (neðri skoltur aftar en hinn efri), var aðaluppistaða veiðinnar áður fyrr, ránbleikja (báðir skoltar jafnir; ½ pund) er nú aðallega veidd, murtan er líklega bleikjuafbrigði (haustveiðin niðursoðin) o.fl. afbrigði.

Veiðikortið í landi þjóðgarðsins.

Veiðikortið kostar 9.900 ISK.

Veiðitímabilið er frá 1. maí til 15. september en veiðibann er í Ólafsdrætti frá og með 1. júlí til 31. júlí vegna hrygningar kuðungableikjunnar.

Helstu veiðistaðir eru í Vatnskoti, Vörðuvík, Öfugsnáði, Nes og Nautatangi, Vatnsvik og Hallvik.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 50 km.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Tjaldstæðið Þingvellir
Leyfilegt er að tjalda á tveimur svæðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Á Leirum í kringum þjónustumiðstöð þjóðgarðsins og í Vatnskoti við Þingvalla…
Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …
Þingvellir helgistaður allra Íslendinga
Á Þingvöllum við Öxará komu Íslendingar saman í fyrsta sinni árið 930. Upp frá því voru Þingvellir Fundarstaður þjóðarinnar allt til ársins 1798 eða í…
Veiðikortið
Kaupa veiðikortið.

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )