Þiðriksvallavatn er í Hólmavíkurhreppi í Strandasýslu. Það er 1,45 km², dýpst 47 m og í 73 m hæð yfir sjó. vatnsmiðlunar getur hæðin færst til um 6 m. Vestan þess er Þiðriksvalladalur, vel gróinn og búsældarlegur. Við enda vatnsins í dalnum standa eyðibýlin Þiðriksvellir og Vatnshorn. Þverá rennur úr því til Steingrímsfjarðar. Hún er virkjuð.Góður akvegur liggur til vatnsins og að nokkru meðfram því. Umhverfið er mikið gróið og þykir fagurt. Í vatninu er bæði bleikja og urriði, mikið magn af fiski. Það er í eigu Hólmavíkurhrepps. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður og besta agnið er fluga og spónn. Langt er síðan veitt var í net í vatninu. Vegalengdin frá Reykjavík er 320 km og 5 frá Hólmavík.