Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Þaralátursfjörður

Þarlátursfjörður

Þaralátursfjörður er milli Furufjarðar og Reykjafjarðar. Milli hans og Reykjarfjarðar er Þaralátursnes og  milli hans og Furufjarðar. Þaralátursós á upptök sín í Drangajökli og flæmist um sandana við ármynnið, þar sem er gróðursnautt. Eyrarnar eru frjósamar og þar er eyrarrós áberandi síðla sumars en þessi jurt er óvíða að finna annars staðar á Vestfjörðum. Landkostir Þaralátursfjarðar voru aldrei miklir, þannig að þar var ekki þéttbýlt. Hann fór í eyði árið 1946 og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá upphafi 18. aldar er talað um forna eyðijörð í firðinum, sem hafi ekki verið íbyggð í manna minnum. Hlunnindin lágu í selveiði og rekaviði auk betra skipalægis en í næstu fjörðum.

Íslendingasögurnar og sagnir síðari tíma segja frá mörgum misyndismönnum, sem sóttu til Stranda og ekki sízt í Þaralátursfjörð vegna fámennis á flótta undan réttvísinni. Óspakshöfði, kenndur við Óspak Glúmsson úr Eyrbyggju, er ofarlega í Þaralátursósnum. Óspakur fór um Strandir með ránum og spellvirkjum á 11. öld og bændur settust um víggirtan bæ hans í Þaralátursfirði. Niðurstaða þessa umsáturs var loforð Ósvífurs að fara brott og koma aldrei aftur á Strandir.

Gangan fyrir Þaralátursnes er greið til Reykjarfjarðar. Leiðin um Svartaskarð til Furufjarðar er talsvert erfið og Ósinn í Þaralátursfirði er væður á fjöru en óvæður á flóði.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Norðurfjörður
Norðurfjörður Ferðavísir Hornbjarg hut  <Ingolfsfjördur 9 km– Norðurfjörður-> Gjögur 16 km Norðurfjörður er vík norðan Trékyllisvíkur með sam…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )