Tálknafjörður er lítið kauptún, sem fyrrum var nefnt Sveinseyri eða Tunguþorp, þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið stunduð af miklum krafti. Fjörðurinn er umlukinn háum tilkomumiklum fjöllum og er tilvalinn til gönguferða meðfram ströndinni og fjallgangna.
Norður frá botni Tálknafjarðar liggur þjóðbrautin áfram yfir fjallið Hálfdán til Bíldudals, fyrrum erfið leið en nú léttir góður vegur þá för. Áður en lagt er á Hálfdán er þó sjálfsagt að skoða sig vel um á norðurströnd Tálknafjarðar
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Grundarfjörð, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).
Innskot: Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja. og eigandi nat.is
Vegalengdin frá Reykjavík er um 420 km