Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skoða Suðurland frá Reykjavik

Reynistangar

Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrými af skornum skammti til búskapar, en vestar er stærsta landbúnaðarhérað landsins og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er bæði hálent og láglent. Einkennandi fyrir Suðurland er hin sendna og flata strandlengja. Þaðan var sjósókn stunduð um aldir og rekaviði safnað.

Fjöldi skipa og báta hefur strandað og farizt fyrir Suðurströndinni og margir skipskrokkar grafizt í sandinn. Margar fegurstu náttúruperlna landsins er að finna í fjöllunum meðfram ströndinni og í uppsveitum vesturhlutans. Jöklum prýtt fjalllendið býr yfir einhverjum mestu eldfjöllum og gossprungum landsins, stórum og smáum ríólítinnskotum og móbergsfjöllum.

Reykjavík sem ferðalagið hefst um Suðurland:


Olis Norðigarholt

 Selfoss 57 km<Reykjavík>

Myndasafn

Í grennd

Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…
Skógar
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga starfsemi 1949. Þar er sundhöll og s…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…
Suðursveit
Suðursveit er ævintýraland sem fleiri mættu gefa gaum að en hingað til. Óvíða finnst á svæði sem aka má   gegnum á þjóðvegi á um hálftíma slík fjölbre…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )