Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði. Suðurland er bæði fjöl- og strjálbýlt. Milli Hafnar og Markarfljóts er landrými af skornum skammti til búskapar, en vestar er stærsta landbúnaðarhérað landsins og nokkrir þéttbýlisstaðir. Landslag er bæði hálent og láglent. Einkennandi fyrir Suðurland er hin sendna og flata strandlengja. Þaðan var sjósókn stunduð um aldir og rekaviði safnað.
Fjöldi skipa og báta hefur strandað og farizt fyrir Suðurströndinni og margir skipskrokkar grafizt í sandinn. Margar fegurstu náttúruperlna landsins er að finna í fjöllunum meðfram ströndinni og í uppsveitum vesturhlutans. Jöklum prýtt fjalllendið býr yfir einhverjum mestu eldfjöllum og gossprungum landsins, stórum og smáum ríólítinnskotum og móbergsfjöllum.
Reykjavík sem ferðalagið hefst um Suðurland:
Olis Norðigarholt
Selfoss 57 km, <Reykjavík>