Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Straumfjörður

Gunnlaugur (Guðlaugur) Þorfinnson, langafi Hvamms-Sturlu bjó að Straumfirði.  Straumfjarðar-Höllu er minnst með mörgum örnefnum, s.s. Höllubrunnur, Höllugróf, Höllunaust og Hölluvör. Halla var mikill kvenskörungur og vel að sér. Almannarómur gerði hana fjölkunnuga.

Þarna var löggilt verzlunarhöfn 1863 og verzlað til aldamótanna 1900. Halla mælti svo um, að þar yrði aldrei kaupstaður og það hefur rætzt. Við samnemdan fjörð er Straumfjarðará, sem er ágætis laxveiðiá úr Hraunsfjarðar- og Baulárvallavatni og fellur til sjávar í Straumfirði.

Virkjun var byggð við svokallaða Vatnaleið við Straumfjarðará árið 2005.

Myndasafn

Í grend

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…
Straumfjarðará
Mjög skemmtileg laxveiðiá og hin vestasta á Snæfellsnesi. Hún kemur úr Baulárvallavatni og fellur til  sjávar í Straumfirði. Hún er veidd með þremur …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )