Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Baulárvallavatn

Baularvallavatn

Baulárvallavatn inn af Dufgusdal.

Baulárvallavatn er inn af Dufgusdal 193 m.y.s., 47 m djúpt og 1,6 km². Það er gott veiðivatn. Fyrrum var  baularvallavatn það þekkt fyrir skrímsli, sem áttu að halda sig í því, og stundum sáust fimm slík sóla sig á daginn og skríða út í aftur á kvöldin. Þetta er gott og vinsælt veiðivatn, sem gefur bæði urriða og bleikju. Fiskur er og af þokkalegri stærð af vatnafiski að vera. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi liggur að vatninu. Bærinn Baulárvellir stóð við Baulá, skammt sunnan vatnsins, en fór í eyði á síðustu öld. Voru bæjarhús öll niðurbrotin um nótt, en konan var ein heima með börn. Komst hún nauðuglega undan. Þar eð engin gaf sig fram um að vera valdur að þessu verki, höfðu menn fyrir satt, að óvættur úr vatninu hefði brotið bæinn, eins og lesa má um í ævisögu séra Árna þórarinssonar eftir meistara Þórberg.

Veiðikortið:

Staðsetning: Baulárvallavatn er á Snæfellsnesi.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.
Vatnið er um 160 km. frá Reykjavík, um 15 km. í suður frá bæði Grundarfirði og Stykkishólmi, á leið frá Vegamótum í norður. Nýja vatnaleiðin á Snæfellsnesi gerir það að verkum, að hægt er að aka alveg upp að vatninu.

Upplýsingar um vatnið:
Vatnið er um 1,6 km2 að stærð og 47 metra djúpt, þar sem það er dýpst. Vatnið er í um 193 m. yfir sjávarmáli. Þangað rennur Vatnaá og úr því rennur Baulá, sem síðar sameinast Straumfjarðará, sem er fræg fyrir góða laxveiði.

Veiðisvæðið:
Veiðisvæðið, sem Veiðikortið gildir fyrir, er frá norðurbakka Vatnsár að útfalli Straumfjarðarár.

Gisting:
Tjalda má endurgjaldslaust við vatnið, en hvorki er þar um skipulagt tjaldstæði né hreinlætis­aðstöðu að ræða.

Veiði:
Urriðaveiði er góð í vatninu. Meðalþyngd fiska er 2-3 pund, en algengt er, að þar veiðist stærri fiskar, 5-6 pund, einkum í ljósaskiptunum.

Daglegur veiðitími:
Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.

Tímabil:
Veiðitímabil hefst þegar ísa leysir og stendur fram til 30. september.

Reglur:
Allt löglegt agn: fluga, maðkur og spónn. Fiskur getur legið djúpt og þarf þá að sökkva agninu. Spónn og maðkur gefa að jafnaði ágæta veiði. Í ljósaskiptunum ferðast urriðinn inn á grunnið við landið og þá er gott að nota flugu.

Besti veiðitíminn:
Góð veiði er allt sumarið. Yfirleitt er best að veiða í ljósaskiptunum.

Reglur:
Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig rusl og ganga vel um svæðið. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.

Tengiliður á staðnum / veiðivörður:
Vinsamlegast hafið Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar þeirra.

Myndasafn

Í grennd

Straumfjarðará
Mjög skemmtileg laxveiðiá og hin vestasta á Snæfellsnesi. Hún kemur úr Baulárvallavatni og fellur til  sjávar í Straumfirði. Hún er veidd með þremur …
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …
Veiðikortið
Veiðikortið 2024 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að fjölda vatnasvæða um allt land. Kortið kostar aðeins 9.900 krónur og fylgir glæsileg handbók hverju…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )