Gunnlaugur (Guðlaugur) Þorfinnson, langafi Hvamms-Sturlu bjó að Straumfirði. Straumfjarðar-Höllu er minnst með mörgum örnefnum, s.s. Höllubrunnur, Höllugróf, Höllunaust og Hölluvör. Halla var mikill kvenskörungur og vel að sér. Almannarómur gerði hana fjölkunnuga.
Þarna var löggilt verzlunarhöfn 1863 og verzlað til aldamótanna 1900. Halla mælti svo um, að þar yrði aldrei kaupstaður og það hefur rætzt.
Siglingin inn Straumfjörð var ávalt varasöm og fórust þar kaupskip í gegn um tíðina. Þá varð þar eftirminnilegt sjóslys, er steytti á skerinu Hnokka og brotnaði í spón, franska rannsóknaskipið Pourquoi pas í miklu fárviðri haustið 1936. Allir þeir sem með skipinu voru, 39 alls fórust, utan einn skipverja er tókst að komast lífs af.
Við samnemdan fjörð er Straumfjarðará, sem er ágætis laxveiðiá úr Hraunsfjarðar- og Baulárvallavatni og fellur til sjávar í Straumfirði.
Virkjun var byggð við svokallaða Vatnaleið við Straumfjarðará árið 2005.