Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stóri og Litli Dímon

Stóri Dímon

Stóra- og Litla-Dímon eru á Markarfljótsaurum í nágrenni elztu brúarinnar. Nafnið Dímon er talið merkja tvífjall, ef það er dregið af latneska heitinu „di montes”. Báðar hæðirnar eru velgrónar og hin stóra (178m) er í mynni Markarfljótsdals. Þar eru mörk Austur-Landeyja, Fljótshlíðar og Vestur-Eyjafjalla. Rauðaskriða, sem getið er í Njálu, er í Stóru-Dímon. Litla-Dímon er rétt við brúna og veginn, sem liggur inn í Þórsmörk.

Við Markarfljót sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni þegar hann var að koma frá Runólfi á Dal. Þráinn hafði komið Nálssonum í vandræði gagnvart Hákoni jarli í Noregi og neitaði að greiða þeim bætur þegar út var komið til Íslands. Nú skyldi hefnt. Í þeim bardaga vó Skarphéðinn Þráin Sigfússon. Í framhaldi af því bauð Njáll Höskuldi syni Þráins og Þorgerðar Glúmsdóttur fóstur hjá sér og gerði ætíð mjög vel við Höskuld, útvegaði honum meðal annars goðorð og gott kvonfang.

Gönguleið á Stóra – Dímon

Vegalengd: 1 km
Hækkun: 178
Göngutími:    1 klst      
Leiðarlýsing:

Á þjóðvegi 1, leiðinni til Víkur frá Hvolsvelli, áður en að farið er yfir Markarfljótsbrúna, er beygt til vinstri inn Dímonarveg (250). Þaðan eru nokkrir kílómetrar að Stóru-Dímon. Á Fljótshlíðarveginum (261) er afleggjarinn rétt áður en komið er að Múlakoti, nokkurn veginn til móts við Gluggafoss.

Fjallið er 178 metra hátt og er það verðugt verkefni, bæði hjá börnum sem og fullorðnum, að klifra upp á Dímon.

Myndasafn

Í grennd

Hlíðarendi
Hlíðarendi er bær og kirkjustaður í Fljótshlíð. Katólskar kirkjur þar voru helgaðar Þórláki biskupi.   Sóknin var flutt til Teigs árið 1802 og kirkjan…
Hvolsvöllur, Ferðast of fræðast
Hvolsvöllur á Suðurlandi Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komn…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Nauthúsagil
Nauthúsagil undir Eyjafjöllum Talið er að Nauthúsagil dragi nafn sitt af því að þar hafi verið upphaflega nauthús frá Stóru-Mörk, en áður fyrr var na…
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )