Stokkseyrarkirkja er í Eyrarbakkaprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1886 austan við hið Stokkseyrarhlað úr timbri og er þjónað frá Eyrarbakka. Hún tekur u.þ.b. 150 manns í sæti Í katólskri tíð voru þar Maríukirkjur.
Kaldaðarnes varð annexía frá Stokkseyri 1856, sem varð upp frá því heimakirkja með prestssetur á Ásgautsstöðum. Síðar bjuggu prestarnir á Stóra-Hrauni og voru þá í Eyrarbakkasókn, sem var stofnuð 1886.