Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Steinsholt

Steinsholt er 5 km langur afréttur innan Langaness í Eyjafjöllum norðanverðum. Það afmarkast einnig af   tveimur skriðjöklum, Falljökli eða Gígjökli og Steinsholtsjökli. Við jaðar þeirra eru djúp lón. Neðan Gígjökuls liggur leiðin inn í Þórsmörk. Afrétturinn er hlíðabrattur og skorinn djúpum giljum með hamraborgum á milli. Hann var mjög erfiður smölunar og stundum þurfti að láta fé síga í böndum niður á jafnsléttu.

Árið 1967 (15. jan.) brotnaði stór fylla úr Innstahaus (15 miljónir m3) við jökulinn vestanverðan, þar sem þverhnípið er u.þ.b. 400 m hátt. Þessar náttúruhamfarir komu fram á jarðskjálftamælum á Kirkjubæjarklaustri. Fyllan varð að stórri hrúgu á jöklinum, braut hann og bramlaði og jós stórri flóðbylgju upp úr lóninu. Hún bar með sér mikinn ís og stórgrýti. Vatnið hljóp fram í Markarfljót og rennslið við brúna, 25 km neðar, mældist mest 2100 m3/sek. Áætlað vatnsmagn var 1½-2½ miljónir rúmmetra.

Myndasafn

Í grennd

Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Seljalandsfoss
Seljalandsfoss er u.þ.b. 60 m hár og tiltölulega auðvelt er að ganga allan hringinn í kringum hann, þótt oftast sé sleipt að fara á bak við hann. H…
Stakkholtgjá
Stakkholt markast af Hvannárgili og Steinsholtsá og dregur nafn af kletti, sem stendur á Krossáraurum   og er kallaður Stakkur eða Stakur. Í honum er …
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )