Steingrímsstöð er þriðja stöðin sem byggð var á Sogssvæðinu. Í stöðinni er virkjað fall Efra-Sogs úr Þingvallavatni í Úlfljótsvatn. Miðlunarstífla var gerð við útrennsli Þingvallavatns. Aðrennslisgöng liggja þar úr vatninu í gegnum Dráttarhlíð, sem aðskilur Þingvallavatn og Úlfljótsvatn, í opna jöfnunarþró ofan við stöðvarhúsið. Rennsli frá Þingvallavatni er að jafnaði um 100 m3/s.
Rekstur stöðvarinnar hófst árið 1959 og er afl hennar 27 MW.
Stöðin ber nafn Steingríms Jónssonar, rafmagnsstjóra Reykjavíkur.
Ofar Úlfljótsvatns eru þrír fossar, Ljósifoss, Írafoss og Kistufoss.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar