Steinar eru byggðarhverfi rétt austan Holtsóss í suðurhlið Steinafjalls. Þarna er mikil hrun og
skriðuhætta og mörg mannslíf hafa týnzt í aldanna rás. Grasgefið engið við ósinn, veiði í honum og útræði var ástæða byggðarinnar.
Steinahellir er norðan Holtsóss í Steinabrekkum, rétt við þjóðveginn. Hann var þingstaður Eyfellinga á árunum 1820-1906 og bústaður álfa. Þarna gerðu bændur uppreisn gegn yfirvöldum 1858 vegna þess, að þeim hafði verið skipað að baða fé sitt, þótt það hefði ekki sýkzt af fjárkláða. Trampe stiftamtmaður og sýslumaður voru hraktir með svipuhöggum niður að djúpu Hellisvatninu. Þar urðu þeir nógu hræddir til að afturkalla skipanir sínar.