Stafholtskirkja er í Stafholtsprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Stafholt er bær, kirkjustaður og í Stafholtstungum. Þar var Nikulásarkirkja í katólskum sið. Hjarðarholt var lengi eina annexían frá Stafholti en eftir 1911 bættust við kirkjurnar í Hvammi í Norðurárdal og Norðtungu.
Kirkjan, sem nú stendur í Stafholti, var byggð 1875-1877. Hún er úr timbri, allstór og sérstök vegna grindverksins í kórnum og hringhvelfingarinnar yfir honum. Einar Jónsson, myndhöggvari, gerði altaristöfluna, sem kom í stað annarrar, sem er varðveitt í Þjóðminjasafni, eftir Þorstein Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Ágúst Sigurmundsson, myndskeri, gerði skírnarsáinn. Á kaleik kirkjunnar er ártalið 1748, en hann gerði Sigurður Þorsteinsson, gullsmiður í Kaupmannahöfn.