Staðarkirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Staðarstaður á Ölduhrygg er prestsetur og kirkjustaður frá fornu fari. Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Maríu guðsmóður og í sókninni voru nokkur bænhús og kirkjur, bæði í Syðri-Görðum og Gaul, fram um siðaskipti.
Fyrsta útkirkjan varð kirkjan á Búðum, vestasta bæ í Staðarsveit. Hún var byggð 1712. Kirkjan á Hellnum bættist við 1917. Kirkjan, sem nú stendur á Staðarstað, er steinkirkja, byggð1942-1945 með forkirkju og turni. Hún tekur u.þ.b. 100 manns í sæti. Altaristaflan er máluð á kórgaflinn. Hún minnir óneitanlega á söguna af Galdra-Lofti.