Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Smiðjuvík

Smiðjuvík

Smiðjuvík er milli Smiðjuvíkurbjarga að norðvestan og Barðs að suðaustan. Nafn hennar er dregið af sögnum um smiðju Barða landnámsmanns í Barðsvík. Uppi á Smiðjuvíkurbjargi ber mest á Snóki og þaðan er útsýni gott yfir fjöllin milli Jökulfjarða og Hornstranda. Ögurkirkja átti jörðina í Smiðjuvík fyrrum.

Bærinn fór í eyði 1933 og varð fljótt vallgróinn. Hjálmar Jónsson, sem fluttist m.a. að Nausti í Grunnavík og Ísafjarðar, var síðasti bóndinn. Helztu hlunnindin voru rekaviður, fugla- og eggjatekja. Gönguleiðin milli Smiðjuvíkur og Barðsvíkur um Smiðjuvíkurháls (170m) er greið og vel merkt.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Jökulfirðir
Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )