Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skútustaðakirkja

Skútustaðakirkja er í Skútustaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Skútustaðir eru bær, kirkjustaður  prestssetur við sunnanvert Mývatn. Þar hefur verið kirkja frá fornu fari en prestssetur fyrst árið 1876.

Brauðið hét fyrrum Mývatnsþing (Skútustaða- og Reykjahlíðarsóknir) á fasts prestsseturs. Á árunum 1907-1913 var Lundarbrekkusókn hluti af Skútustaðaprestakalli. Það þótti ekki henta vel, þannig að Lundarbrekka var lögð til Þóroddstaða í Köldukinn.

Timburkirkjan með forkirkju og turni, sem nú stendur, var byggð 1861-63. Hönnuður Þórarinn Benjamínsson frá Akurseli í Öxarfirði Hún tekur um 100 manns í sæti.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…
Mývatn
Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn landsins. Í því er góð silungsveiði, sem bændur við vatnið stunda allt árið. Mývatn er heimsfrægt fyrir fjölbreytt …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )