Skrúður er grasa- og trjágarður innan við Núp í Dýrafirði, sem séra Sigtryggur Guðlaugsson, prófastur á heiðurinn af ásamt ræktun matjurta í tengslum við kennslu við unglingaskólann á staðnum. Garðurinn, sem var lagður grunnur að rétt eftir aldamótin 1900, átti að vera hluti námsefnis nemendanna. Formlegur stofndagur hans var 7. ágúst 1909, en þá voru liðin 150 ár síðan séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal sá hugmynd sína um kartöfluræktun á Vestfjörðum rætast.
Allt fram til 1980 var annast vel um garðinn en síðan hallaði undan fæti fram til 1992, þegar nefnd var falið að reisa hann við og gera áætlanir um framtíðarviðhald hans, þar sem hann er í sjálfu sér minnismerki um brautryðjendastarf í garðyrkju hérlendis. Garðurinn var vígður á ný 1996 eftir mikið umbótastarf og minnisvarði um prófastinn og Hjaltlínu Guðjónsdóttur, konu hans, var afhjúpaður.