Skógá er vaxandi laxveiðiá. Unnið hefur verið að því að bæta hylji með grjóti og búa til búsvæði sem strax eru farin að gera gagn. Fiskirækt er skýring á vaxandi veiði og ástæða þess að veiðin helst nokkuð jöfn á milli ára, en á svæðinu er sleppt miklu magni seiða og smáfiska af öllum tegundum. Besta silungsveiðiárið var 2001 og gaf 2.700 fiska, en 2002 var mjög gott laxveiðiár og gaf 130 laxa. Svæðið er afar fjölskylduvænt enda frekar gott aðgengi að hyljum og tvær tjarnir til að renna í.
Sumarið 2003 var annað besta veiðiárið frá því að skráningar hófust á veiði í Skógá. Alls veiddust í ánum 64 laxar, 1.380 bleikjur og 91 urriði. Mikil stórfiskavon er á svæðinu og veiddust laxar allt að 17 pund og bleikjur allt að 10 pund. Um helmingur aflans kom á flugu. Samgöngur um svæðið eru ágætar en að einstaka stöðum er betra að vera a.m.k. á 4×4 fólksbílum. Sumarið 2003 var sleppt um 40.000 laxaseiðum og hafa sleppingar aldrei heppnast jafn vel.
Laxveiðin i Skógá 2008 voru rúmlega 1500 laxar, á 4. stöngum á dag!!!
Eftir eldgosið í Eyjafallajökli og öskufallið er nánast engin veiði í Skógá, skráð veiði 2011 var aðeins 45 laxar. Þó hefur veiði glæðst síðustu ár og áin er að ná fyrri stöðu hægt og sígandi.