Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skjálftavatn

skjaftavatn

Skjálftavatn er í Kelduhverfi í N.-Þingeyjarsýslu. Á þessu svæði var áður sandur, sem Landgræðslan var  að græða upp og afhenda landeigendum. Árið 1974 urðu jarðhræringar í Kelduhverfi og landsig, þar sem nýbúið var að græða upp. Myndaðist þá stöðuvatn, sem er með stærstu vötnum landsins. Vatnið er u.þ.b. 4 km², fremur grunnt (2½m) og í 15 m hæð yfir sjó. Vestur úr vatninu rennur Stórá gegnum Árneslón til Axafjarðar. Vegasamband er gott, því að þjóðvegurinn (85) liggur meðfram vatninu. Í því og Stórá er sjóbirtingur, ágætur fiskur. Eigendur stunda netaveiði í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 530  og 50 km frá Húsavík.

 

Myndasafn

Í grennd

Kelduhverfi
Kelduhverfi liggur á milli Tjörness og Öxafjarðarhrepps. Hinn byggði hluti þess er á svæðinu milli hrauns  og hafs og þar eru mörg náttúruundur, sem e…
Kópasker
Kópasker er kauptún við austanverðan Axarfjörð (Öxarfjörð) og eini þéttbýliskjarninn í Öxarfjarðarhreppi. Þarna var löggildur verzlunarstaður um 1880.…
Litlá
Þessi á í Kelduhverfi er kunn fyrir stóran sjóbirting og sérstakt lífríki. Hún er afrennsli   Skjálftavatns, sem  varð til í jarðskjálftum árið 1974. …
Öxarfjörður
Mynd Kópasker Öxarfjörður eða Axarfjörður er á milli Tjörness og Melrakkasléttu. Flóinn er u.þ.b. 30 km breiður milli  Knarrarbrekkutanga og Kópask…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )