Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skjaldfannardalur

Skjaldfannardalur liggur austur frá Langadalsströnd, sunnan Kaldalóns, inn í hálendi Drangajökuls austanverðs. Hann er á milli Steindórsfjalls (106m) og Ármúla (381m). Neðanverður dalurinn er búsældarlegur og undirlendi er talsvert. Helztu bæirnir voru Skjaldfönn og Laugaland. Í landi hins síðarnefnda er jarðhiti, sem gerði verulega ræktun mögulega. Innan bæjarins var skilarétt fyrir hina fjármörgu Langadalsströnd. Laugalandsfjall (467m) klýfur dalinn og Skjaldfannardalur heldur áfram til norðausturs, en hinn láglendari Hraundalur til suðausturs. Gönguleið um Langahraun og Drangajökul sunnanverðan liggur niður í Meyjardal sunnan Bjarnarfjarðar nyrðra á Ströndum. Þá er leið upp úr Hraundal um Svokallað Rjóður og sunnanverðar Ófeigsfjarðarheiði niður í Ófeigsfjörð í Árneshreppi. Öll Langadalsströndin er í eyði.

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )