Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skipalón í Hörgárdal

Í upphafi sjöunda áratugarins var mikill áhugi á því hjá Iðnaðarmannasamtökunum á Akureyri undir  Skipalónforystu Sveinbjörns Jónssonar sem síðar stofnaði hf Ofnasmiðjuna í Reykjavík, að flytja smíðahúsið á lóð Norðlenzka byggðasafnsins á Akureyri þar sem það stæði sem minnisvarði um “merkilegan eyfirzkan iðjuhöld og búnaðarfrömuð á fyrri hluta 19. aldar, sem jafnframt var síhvetjandi sveitunga sína til dáða og athafna, en sagði óþrifnaði og óreglu stríð á hendur.” (Íslendingur 26.10. 1962). Af þessum áformum varð þó ekki.

Smíðahúsið er tjargað timburhús með rennisúð á útveggjum og tvöfaldri þakklæðningu, skarsúð að neðan en rennisúð ofan á. Geymsluloft er yfir jarðhæð og í vesturenda hússins er tvöfalt eldstæði með gangi á milli, hlaðið úr múrsteinum og sameinast reykpípurnar í skorsteini á efri hæð hússins.

Þjóðminjasafnið tók Smíðahúsið í sína vörslu árið 1985

 

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )