Í upphafi sjöunda áratugarins var mikill áhugi á því hjá Iðnaðarmannasamtökunum á Akureyri undir forystu Sveinbjörns Jónssonar sem síðar stofnaði hf Ofnasmiðjuna í Reykjavík, að flytja smíðahúsið á lóð Norðlenzka byggðasafnsins á Akureyri þar sem það stæði sem minnisvarði um “merkilegan eyfirzkan iðjuhöld og búnaðarfrömuð á fyrri hluta 19. aldar, sem jafnframt var síhvetjandi sveitunga sína til dáða og athafna, en sagði óþrifnaði og óreglu stríð á hendur.” (Íslendingur 26.10. 1962). Af þessum áformum varð þó ekki.
Smíðahúsið er tjargað timburhús með rennisúð á útveggjum og tvöfaldri þakklæðningu, skarsúð að neðan en rennisúð ofan á. Geymsluloft er yfir jarðhæð og í vesturenda hússins er tvöfalt eldstæði með gangi á milli, hlaðið úr múrsteinum og sameinast reykpípurnar í skorsteini á efri hæð hússins.
Þjóðminjasafnið tók Smíðahúsið í sína vörslu árið 1985