Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skeið

Urriðafoss í Þjórsá

Skeið á Suðurlandi

Svæðið milli Flóa og Stóru-Laxár og Þjórsár og Hvítár er kallað Skeið. Landslagið er flatt og mýrlent og undirstaðan er víðast hluti víðáttumikils hrauns, sem rann frá gígum á Heljargjársvæðinu vestan Vatnajökuls. Þetta hraun er talið 8000 ára, 800 km² og Hvítá og Þjórsá renna meðfram því til sjávar. Fjalllendi er aðeins að finna á ofanverðum Skeiðum, s.s. Vörðufell og hluta svokallaðra Hreppafjalla. Árið 1924 var Þjórsáráveitan grafin á Skeiðum. Þetta var dýrt verk en mjög gagnlegt. Ræktun er mikil á Skeiðum og allþéttbýlt.

Skeiðaréttir eru rétt sunnan Reykja. Þær eru frá 1881 en hafa verið endurbyggðar síðan, síðast vandlega á aldarafmælinu. Veggir réttanna eru u.þ.b. axlarháir og tyrfðir að ofan. Nátthólfið er stórt og mikið, hringlaga svæði. Þar draga Skeiða- og Flóamenn fé sitt sundur. Þegar fé var flest voru u.þ.b. 15 þúsundir fjár réttaðar þar.

Hvítá tekur stundum upp á því, að flæða yfir hluta Skeiðanna, þegar ís hrannast upp í hláku við Hestfjall. Hestfjall er í Grímsnesi, handan ár. Á Brautarholti er jarðhiti, sem er nýttur í góða sundlaug.

Myndasafn

Í grennd

Flóaáveitan
Flóaáveitan var grafin á árunum 1918 - 1927. Alls náði hún til flæðiengja sem voru 12000 hektarar. Þessi   merkilegagrafa, sem var flutt til landsins …
Flúðir, Ferðast og Fræðast
Flúðir er þéttbýliskjarni miðsvæðis í Hrunamannahreppi og þykir þar notalegt og fagurt. Litla-Laxá rennur í gegnum þorpið og mikill jarðhiti er á svæð…
Laugarás, Ferðast og Fræðast
Þéttbýli hefur myndazt í Laugarási. Þar er mikill jarðhiti og fjöldi gróðurhúsa og góð þjónusta við ferðamenn og húsdýragarðurinn Slakki. Í Laugarási …
Skeiðaáveitan
Mesta afrek Skeiðamanna var Skeiðaáveitan. Hún bætti afkomu bænda með aukinni sprettu og sléttari   engjum. Skeiðaáveitan var merkur áfangi í framfara…
Tjaldstæðið Brautarholt
Brautarholt Skeið Tjaldvæðið er í rólegu og notalegu umhverfi 85 km frá Reykjavík. Þjónusta í boði Sundlaug Barnaleikvöllur Kalt vatn Rafmagn …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )