Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skeiðaáveitan

Mesta afrek Skeiðamanna var Skeiðaáveitan. Hún bætti afkomu bænda með aukinni sprettu og sléttari   engjum. Skeiðaáveitan var merkur áfangi í framfarasögu sveitarinnar ásamt jarðræktarlögunum sem samþykkt voru 1923, sama árið og Skeiðaáveitan tók til starfa. Skeiðaáveitan styrkti stöðu Búnaðarfélagsins og kenndi bændum að vinna saman.
Árin sem áveituverkið stendur yfir er minna unnið að öðrum jarðabótum þó alltaf nokkuð. Merkur áfangi í sögu Búnaðarfélagsins var þegar félagið keypti fyrsta hestaplóginn 1927 og réði mann til að fara með hann um sveitina og vinna hjá bændum.

Á sínum tíma  var talað um að Skeiðaárveitan væri stærsta framkvæmd Íslandssögunnar.
Mynd: SKEIDARETT

Heimild, Guðmundur Sigurðsson, bóndi á Reykhól

Myndasafn

Í grend

Flóaáveitan
Flóaáveitan var grafin á árunum 1918 - 1927. Alls náði hún til flæðiengja sem voru 12000 hektarar. Þessi   merkilegagrafa, sem var flutt til landsins …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )