Sjómannadagsráð á Hellissandi og Rifi komu upp þessu safni í Sjómannagarðinum til minningar um sögu sjómennsku. Þar má sjá áraskipið (áttæring) Blika sem smíðað var í Akureyjum árið 1826 og var róið til fiskjar til ársins 1965. Safnið á einnig annað áraskip, Ólaf Skagfjörð, sem stefnt er að að komi í safnið. Þá er þar endurbyggð síðasta þurrabúðin, Þorvaldarbúð, sem búið var í á Hellissandi. Þar eru og ýmsir hlutir s.s. örnefnakort, aflraunasteinar, bátavélar og listaverkið “Jöklarar” eftir Ragnar Kjartansson.
Í vesturenda Sjómannagarðsins er mjög góð aðstaða til útihátíðahalda. Um garðinn liggur gönguleið að góðum útsýnisstað og um leið inn í Sandahraunið og að íþróttavelli.