Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Sigríðarstaðavatn

Veiði bleikja

Sigríðarstaðavatn er grunnt og mjótt stöðuvatn í Þverárhlíðarhreppi í V.-Húnavatnssýslu. Það er 6 km   langt, 6,2 km², í 1 m hæð yfir sjó og úr því rennur í Sigríðarstaðaós. Vatnið er gamalt sjávarlón og er vestast hinna þriggja hópa, sem eru inni af Húnafirði. Bærinn, sem vatn og ós eru kennd við, er í eyði og landið heyrir undir Þingeyrar.

Góð sjóbleikja og sjóbirtingur er í vatninu, mikið 1-2 pund, og það á sína áhangendur vegna veiðisældar. Mest er veitt á flugu og spón. Ágætur vegur með vatninu að vestan.
Mikill fjöldi sela heldur sig við ósinn og veiðimenn hafa illan bifur á honum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 229 km um Hvalfjarðargöng og 32 km frá Hvammstanga.

 

Myndasafn

Í grennd

Hvammstangi
Hvammstangi við Miðfjörð er eina kauptúnið í Vestur-Húnavatssýslu, aðeins 7 km frá hringveginum. Íbúarnir annast þjónustu við nágrannabyggðarlögin og …
Vatnsnes
Vatnsnes er hálendur skagi milli Miðfjarðar og Húnafjarðar. Láglendi er lítið, einna mest á  vesturhlutanum, þar sem byggðin er aðallega. Hringvegurin…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )