Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Safnakirkjan á Skógum

Safnakirkjan á Skógum er í Holtsprestakalli í Rangárvalla- prófastsdæmi. Hún er í hinum forna .
Þessi lítilláta kirkja er örugglega stór hluti af ævistarfi höfundar Skógasafns og stór hluti af lífi hans á staðnum eftir að hún reis. Hann var búinn að undirbúa tilkomu hennar lengi og bíða eftir því, að hún risi til að sjá ævistarfi sínu tilgang. Þessi óþrjótandi höfundur varðveizlu sögu umhverfis síns, bæði í orði og verki fékk þeim draumi fullnægt og getur þvi vonandi sinnt móttöku ferðamanna miklu betur, að sínu áliti, áfram. Hann er ungir enn, þótt hann sé fæddur 21. apríl 1921.

Lítið eitt austar í túninu og neðar en Holtshúsið er lítil og látlaus kirkja, sem er engu að síður skrautfjöður safnsins. Þetta er fallegt hús og garðurinn umhverfis er hlaðinn af snilld. Allt í kirkjunni er úr gömlum kirkjum, en ytra er hún nýsmíði, byggð eftir teikningum Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Þær innréttingar, sem til voru réðu forminu, en kirkjan er af sömu stærð og síðasta kirkjan í Skógum, sem var rifin 1890. Safnkirkjan í Skógum er byggð í hinum forna kirkjustíl. Hún er dæmigerð fyrir aldalanga hefð sveitakirkna á Íslandi, með kórgrindum og kórdyrum. Kórgrindurnar eru smíðaðar eftir fyrirmynd úr síðustu torfkirkjunni á Kálfafelli í Fljótshverfi, en gotneski boginn í kórdyrunum er úr Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum.

Útsagað skraut í kórdyrum og ofan á kórbita á sér fyrirmyndir úr Eyvindarhólakirkju undir Eyjafjöllum, sem var rifin 1963, en að nokkru leyti er það upprunalegt. Himinn yfir predikunarstóli er einnig þaðan. Skrautmálunin er verk Guðlaugs Þórðarsonar, málarameistara, en hann er einn fárra, sem kann þetta gamla handverk. Liti sótti hann í umgjörð altaristöflu kirkjunnar. Kirkjubekkir eru úr Kálfholtskirkju frá 1879 og kirkjuþiljur sömuleiðis. Gluggar eru úr Grafarkirkju í Skaftártungu frá 1898, en grátur úr Stóra-Dalskirkju frá 1895. Altarið er úr Sigluvíkurkirkju í Landeyjum frá miðri 19. öld og prédikunarstóllinn úr Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, áður í Háfskirkju í Holtum.

Höfuðgersemi kirkjunnar er altaristaflan. Séra Sigurður Jónsson fékk hana til Holtskirkju undir Eyjafjöllum árið 1768. Hún er velvarðveitt dönsk vængjabrík og var í Holti til 1888 en síðar í Ásólfsskálakirkju. Arkitekt hinnar nýju Ásólfsskálakirkju, sem var vígð 1954, tók ekkert mið af gömlu altaristöflunni og henni var komið fyrir uppi í turni til geymslu.

Tveir forkunnargóðir ljósahjálmar eru í kirkjunni, ljósahjálmur Steinakirkju undir Eyjafjöllum í kór, en í framkirkju er hangandi hjálmur Skógakirkju frá því um 1600. Í klukknaporti hanga tvær klukkur, önnur frá Ásum í Skaftártungu, talin frá 1742, hin frá því um 1600 úr Höf

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Skógasafn
Austustu bæir undir Eyjafjöllum eru Eystri- og Ytri-Skógar. Þar hóf héraðsskóli Rangæinga og Vestur- starfsemi 1949. Þar er sundhöll og skólinn var ný…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )